Skráð atvinnuleysi í apríl var 2,5%. Að meðaltali voru 4.348 atvinnulausir í apríl. Atvinnulausum fækkaði um 251 að meðaltali frá mars eða um 0,2 prósentustig. Þetta kemur fram í skýrslu vinnumálastofnunar um stöðu vinnumarkaðar í apríl 2016.

Atvinnulausum körlum fækkaði meira en atvinnulausum konum. 215 karlar réðu sig til vinnu í mánuðinum meðan 36 konur gerðu það á sama tíma. Þá er atvinnuleysi um það bil 0,7 prósentustigum hærra meðal kvenna.

Alls voru þá 4.601 einstaklingur atvinnulaus í lok apríl. Fjöldi þeirra sem hefur verið atvinnulaus í meira en 6 mánuði samfleytt var þá 2.251 í apríl. Fjöldi þeirra sem höfðu verið atvinnulausir í meira en ár samfellt var 1.068.

Alls voru 935 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok apríl eða um 20% atvinnulausra. Þar af voru 552 pólskir ríkisborgarar eða um 59% þeirra erlendu ríkisborgara sem voru á atvinnuleysisskrá í lok mánaðarins. Flestir voru þá síðast starfandi í gistinga- og veitingastarfsemi.