Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands mældist atvinnuleysi í júlí 2014 3,3%, en 6.400 manns voru án vinnu og í atvinnuleit.

Á tímabilinu voru að jafnaði 195.500 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 189.200 starfandi og 6.400 án vinnu. Samanburður mælinga í júlí 2013 og 2014 leiðir í ljós að atvinnuþátttaka jókst um 0,9% og hlutfall starfandi jókst um 1,1. Hlutfall atvinnulausra minnkaði á sama tímabili um 0,4%.