Atvinnuleysi mældist 4,5% í janúar síðastliðnum og jókst það um 0,3 prósentustig á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar .

Þetta jafngildir því að atvinnulausir  voru 7.190 talsins í mánuðinum eða 361 fleiri en í desember. Fram kemur hjá Vinnumálastofnun að fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði samfellt er nú 3.327 og fækkar þeim um 123 frá í desember í fyrrar. Þetta jafngildir því að 42% þeirra sem er á atvinnuleysisskrá hefur verið án atvinnu í hálft ár eða meira.