Alls voru 12.128 manns án atvinnu í lok síðasta mánaðar og mældist atvinnuleysi þá 7,3%, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið er mest á Suðurnesjum, 12,6%, en minnst á Norðurlandi vestra, 2,9%. Þá mældist 7,8% atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkuð hefur dregið úr atvinnuleysi í landinu síðastliðin tvö ár. Í febrúar árið 2010 mældist atvinnuleysið 9,3% og 8,6% í fyrra.

Mest var atvinnuleysi á meðal karla en minna í röðum kvenna. Það var 7,6% hjá körlum en 6,9% á meðal kvenna. Atvinnulausum fjölgaði um 48 á milli mánaða. Konur voru í miklum meirihluta þeirra sem bættust við á atvinnuleysisskrá. Konum fjölgaði um 34 á milli mánaða en körlum um 14.

Þá kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar að 5.820 manns hafi verið atvinnulausir í hálft ár eða lengur. Það eru tæpur helmingur þeirra sem er á atvinnuleysisskrá. Á sama tíma hafa 3.695 verið án atvinnu í eitt ár eða lengur.

Karen Millen
Karen Millen

Upplýsingar um þróun atvinnuleysis síðastliðin tvö ár.

Heimild: Vinnumálastofnun