Atvinnuþátttaka á aldrinum 16-74 ára í janúar var 81,7%, eða 192.500 manns. Af þeim voru 187.200 starfandi, eða 79,5% af mannfjölda og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,8%. Atvinnulausum fækkaði um 2.600 manns og eru nú 5.400 manns. Þetta kemur fram í nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands .

Samanburður milli ára sýnir að það fjölgaði í vinnuaflinu um 7.700 manns, en það þýðir að atvinnuþátttakan jókst um 1,6 prósentustig.