Atvinnuleysi mældist 4% í ágúst borið saman við 3,9% í júlí. Þetta jafngildir því að 6.719 manns voru án vinnu í mánuðinum, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar .

Nokkuð hefur dregið úr atvinnuleysi síðastliðin tvö árin. Það mældist 4,8% í ágúst í fyrar en 6,7% í ágúst árið 2011.

Vinnumálastofnun segir að í ágúst fækkaði körlum um 80 að meðaltali á atvinnuleysisskrá en konum um 75 og var atvinnuleysið 3,2% meðal karla og 4,8% meðal kvenna. Þá fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 84 á höfuðborgarsvæðinu en um 71 að meðaltali á landsbyggðinni.

Atvinnuleysið var 4,6% atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu en 2,8% atvinnuleysi á landsbyggðinni. Mesta atvinnuleysið mældist á Suðurnesjum eða 5,3%. Minnst var það á Norðurlandi vestra eða 1%.