Atvinnuþátttaka mældist 80,9% í desember í fyrra sem jafngildir 4,4% atvinnuleysi í mánuðinum. Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi mælist á sama tíma 4,6%, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar . Þetta jafngildir 81,7% atvinnuþátttöku sem er aukning um 900 manns frá nóvember og hlutfallið þá var 81%. Til samanburðar mældist 5,7% atvinnuleysi í desember árið 2012.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að fjöldi atvinnulausra í desember var 8.600 og fækkaði um 400 manns frá því í nóvember 2013. Hlutfall atvinnulausra var 4,6% í desember en var 4,8% í nóvember. Fjöldi starfandi fólks í desember var 178.900 en var 177.700 í nóvember. Samkvæmt árstíðaleiðréttingu minnkaði því atvinnuleysi um 0,2 prósentustig á milli mánaða og hlutfall starfandi jókst um 0,8 prósentustig.