Bandarískur vinnumarkaður hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið. Alls hófu 255.000 manns störf í júlí, sem er meira en hagfræðingar bjuggust við. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú um 4,9%.

Atvinnuþátttaka hefur aukist og hafa laun hækkað um 2,6% á undanförnu ári. Meðal vinnutími hefur einnig aukist og vinnur hver Bandaríkjamaður nú að meðaltali í 34,5 klukkutíma. Þetta er 6 mínútna aukning frá því í júní.

Minnkandi atvinnuleysi og aukin hagvöxtur, gæti gefið tilefni til stýrivaxtahækkana. Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað aftur á móti að halda vöxtum óbreyttum í seinasta mánuði.