*

föstudagur, 15. janúar 2021
Innlent 17. október 2012 09:33

Atvinnuleysi mælist 5%

Verulega hefur dregið úr atvinnuleysi á milli ára, samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Atvinnuleysi mældist 5% í september síðastliðnum samanborið við 6% í sama mánuði í fyrra, samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Að jafnaði voru 180.700 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 171.700 starfandi og 9.000 án vinnu og í atvinnuleit.

Á meðal karla mældist 4,3% atvinnuleysi í mánuðinum miðað við 5,5% fyrir ári en 5,7% miðað við 6,4% í september í fyrra.

Í rannsókn Hagstofunnar teljast þeir atvinnulausir sem sem voru án atvinnu í þeirri viðmiðunarviku sem málið var skoðað, þ.e. höfðu hvorki atvinnu né voru í vinnu (í eina klukkustund eða lengur) sem launþegi eða sjálfstætt starfandi, eru að leita að vinnu og geta hafið störf innan tveggja vikna eða hafa fengið starf sem hefst innan þriggja mánaða. Einstaklingar sem eru ekki í vinnu en eru í námi flokkast atvinnulausir ef þeir uppfylla skilyrðin.