Atvinnuleysi mældist 5,7% í desember. Það jafngildir því að 8.958 vinnufærra manna hafi verið án atvinnu í mánuðinum. Þetta er jafnframt 396 fleiri á atvinnuleysiskrá en í nóvember þegar atvinnuleysi mældist 5,4%.

Atvinnuleysi jókst jafnt og þétt frá miðju síðasta ári og fram að áramótum. Engu að síður er það talsvert lægra en ári fyrr. Það mældist 7,3% í desember árið 2011 og var komið niður í 4,7% í júlí í fyrra þegar það var lægst.

Nánari upplýsingar má lesa á vef Vinnumálastofnunar .