Atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða í 6,8% í Þýskalandi í mánuðinum, samkvæmt nýjustu upplýsingum um stöðu vinnumála þar í landi. Þetta jafngildir því að rétt rúmlega 3,1 milljón manna mæli göturnar í Þýskalandi.

Atvinnuleysi í Þýskalandi er talsvert undir meðaltalinu á evrusvæðinu en þar mælist það um 12%.

Samkvæmt tölunum frá Þýskalandi er talsverður munur landa á milli en á bæði Grikklandi og Spáni eru meira en fjórði hver maður atvinnulaus.