Atvinnuleysi í Þýskalandi mældist 6,8% í síðasta mánuði, sem er óbreytt á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum þýsku vinnumálastofnunarinnar. Tölurnar voru birtar í dag. Þetta er meira atvinnuleysi en reiknað hafði verið með en meðalspá Bloomberg gerði ráð fyrir að atvinnuþátttaka myndi aukast.

Bloomberg-fréttaveitan segir atvinnutölurnar sýna að skuldavandi evrusvæðisins hafi sett mark sitt á þýskt efnahagslíf. Sem dæmi um það er gert ráð fyrir því að útflutningur muni aðeins aukast um 3% á árinu eftir 8,2% vöxt í fyrra þar sem dregið hafi úr eftirspurn eftir þýskum vörum í helstu viðskiptalöndum.

Að sama skapi er gert ráð fyrir því að þýska hagkerfið vaxi um 0,7% á árinu. Það er lítið ef miðað er við 7% hagvöxtinn þar í fyrra. Þetta er engu að síður öfugt við hagspánna fyrir evrusvæðið. Þar er gert ráð fyrir því að efnahagslífið dragist saman um 0,3% í ár.