Atvinnuleysi er meira í evrulöndunum en öðrum löndum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun hefur atvinnuleysi í Evrópusambandslöndunum ekki verið meira í 24 ár.

Atvinnuleysi meðal evruríkjanna 17 var 10,4% í desember 2011 en var 10,0% á sama tíma árið á undan. Hins vegar var atvinnuleysið í öllum Evrópusambandslöndunum, sem eru 27 talsins, 9,9% í lok síðasta árs en var 9,5% árið á undan.  Alls misstu 923 þúsund manns í Evrópusambandslöndunum vinnuna á árinu 2011

Þegar litið er til allra aðildaríkja Evrópusambandsins er minnst atvinnuleysi í Austurríki (4,1%), Hollandi (4,9%) og Lúxemburg (5,2%). Mest atvinnuleysi er á Spáni (22,9%), Grikklandi (19,2% skv. tölum frá október 2011) og Litháen (15,3% samkvæmt tölum frá 3.ársfjórðungi 2011).

Atvinnulausir Spánverjar.
Atvinnulausir Spánverjar.