Vinnumálastofnun hefur nú birt skýrslu um atvinnuástand í september. Hlutfall atvinnulausra af mannafla reyndist 2,6% og hefur ekki lækkað jafn mikið milli mánaða mjög lengi. Atvinnulausir eru nú færri en þeir voru fyrir ári. Árstíðaleiðlétt atvinnuleysi er 3,2% af mannafla. Lang mesta breytingin á atvinnuleysi er á höfuðborgarsvæðinu, einkum hjá konum en þar er atvinnuleysi farið að minnka mjög hratt.

Frá fyrra mánuði er fækkunin 15% og september var þriðji mánuðurinn í röð sem fækkaði í þessum hópi. Þó eru atvinnulausar konur á höfuðborgarsvæðinu enn fleiri en þær voru á sama tíma í fyrra. vinnulausum körlum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað í hverjum mánuði frá því í febrúar.

Athyglisvert er að atvinnuleysi þeirra sem hafa verið á skrá lengur en 2
mánuði er að minnka hratt, bæði í hópi þeirra sem hafa verið án atvinnu
lengur eða skemur innan þess hóps. Fjöldi þeirra sem er að missa vinnuna
hefur hins vegar ekki breyst tiltakanlega mikið. Atvinnuleysið minnkar mest
hjá yngri en tvítugum en breytist ekki mikið hjá eldri en sextugum.