Atvinnuleysi mældist 8,8% í Bandaríkjunum í marsmánuði og minnkaði um 0,1 prósentustig frá febrúar. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í landinu í tvö ár. Frá þessu greinir BBC og vitnar í tölur frá bandaríska vinnumálaráðuneytinu en jafnframt kemur fram í fréttinni að atvinnuleysi vestanhafs hafi minni minnkað í fjóra mánuði í röð, samtals um 1 prósentustig.

Alls urðu til 216 þúsund ný störf í Bandaríkjunum í marsmánuði og er það yfir væntingum markaðarins en flest hinna nýju starfa urðu til í einkageiranum. Sérfræðingar telja þetta til marks um að efnahagsbatinn sé enn til staðar vestanhafs.