Fjöldi atvinnulausra hefur fækkaði um 65 þúsund manns samkvæmt tölum frá bresku Hagstofunni, The Office for National Statistics. Atvinnulausir eru því samtals um 2,6 milljónir og er atvinnuleysið í 8,1 prósenti.

Þingmenn Verkamannaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu á breska þinginu, vilja meina að áhrif Ólympíuleikanna sem verða í London í ár séu að koma í ljós því 61 þúsund manns sem fóru af atvinnuleysisskrá búa í London. Þessar atvinnuleysistölur séu því aðeins tímabundnar og leiðréttist þegar Ólympíuleikunum lýkur samkvæmt frétt á The Guardian.

Chris Grayling, atvinnumálaráðherra, segir það vitleysu og að rekja megi minnkandi atvinnuleysi til þess að The Future Jobs Fund var lagður af. Fólk hafi því verið knúið til þess að fá sér vinnu.