Atvinnuleysi á evrusvæðinu minnkaði í október. Þetta er í fyrsta sinn sem atvinnuleysið minnkar allt frá árinu 2011, samkvæmt opinberum gögnum.

Meðalatvinnuleysi á evrusvæðinu var 12,1% í október. Nítján milljónir manna eru atvinnulausir á evrusvæðinu. Verðbólga á svæðinu óx í október úr 0,7% í 0,9%. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu er rétt undir 2%.

Atvinnuleysið er hæst á Spáni og í Grikklandi, um 27% en í Austurríki er atvinnuleysið 5%.

BBC sagði frá.