Skráð atvinnuleysi í júní 2011 var 6,7% en að meðaltali 11.704 manns voru atvinnulausir í júní og fækkaði atvinnulausum um 849 að meðaltali frá maí eða um 0,7%. Körlum á atvinnuleysisskrá fækkaði um 675 að meðaltali en konum um 174. Atvinnulausum fækkaði um 366 á höfuðborgarsvæðinu og um 483 á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunnar.

Atvinnulausir í Kreppunni miklu.
Atvinnulausir í Kreppunni miklu.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Þá var atvinnuleysið 7,6% á höfuðborgarsvæðinu en 5,1% á landsbyggðinni. Mest var það á Suðurnesjum 10,6%, en minnst á Norðurlandi vestra 2,3%. Atvinnuleysið var 6,8% meðal karla og 6,7% meðal kvenna.

Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í júlí verði á bilinu 6,5 % - 6,9%.