Atvinnuleysi á spáni fór niður fyrir fjórar milljónir atvinnulausra í fyrsta sinn síðan árið 2010.

Fækkaði skráðum atvinnulausum hraðar en undanfarna 23 mánuði, eða um 119.800 störf í maí, sem er meiri fækkun en fækkunin uppá 83.600 störf sem var í apríl og meira en spá hagfræðinga um 110.000 störf.

Atvinnuleysi minnkar án ríkisstjórnar

En þó atvinnuleysi í landinu sé að minnka er það enn í 20,1% sem er það næsthæsta á evrusvæðinu, en atvinnuleysi á svæðinu er nú lægra en það hefur verið síðan árið 2011.

Undanfarna sjö mánuði hefur Spánn verið án ríkisstjórnar eftir síðustu kosningar en ekki náðist að semja um stjórnarmyndun svo nýjar kosningar eru boðaðar í landinu 26. júní næstkomandi.