Atvinnuleysi hjá OECD ríkjunum var 5,5% í janúar og stendur stað frá því í desember. Atvinnuleysi lækkar um 0,3% milli ára.

Á evrusvæðinu var atvinnuleysi 7,1% í janúar og stendur einnig í stað á milli mánaða. Það er lækkun um 0,6% milli ára.

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum var 4,8% í febrúar, lækkar um 0,1% milli mánaða en er 0,3% hærra á milli ára.

Í Japan var atvinnuleysi 3,8% í janúar, stendur í stað milli mánaða og lækkar um 0,1% milli ára.

Atvinnuleysi mest í Þýskalandi og Frakklandi

Atvinnuleysi í Frakklandi var 7,8% og lækkar um 0,1% milli mánaða og 0,9% á milli ára.

Í Þýskalandi var atvinnuleysi 7,6% í janúar og lækkar um 0,2% milli mánaða og 1,2% á milli ára.

Til samanburðar var 1% atvinnuleysi á Íslandi í janúar.