Atvinnuleysi í Bretlandi er komið niður í 7,1% Seðlabankastjóri Englandsbanka hefur sagt að hann myndi hækka stýrivexti um 0,5% þegar atvinnuleysi er komið niður í 7%.

Atvinnulausum Bretum fækkaði um 167 þúsund á tímabilinu september-nóvember. Í lok tímabilsins voru atvinnulausir 2,32 milljónir.

BBC greindi frá.