Atvinnulausum í Bretlandi fækkaði um 121.000 á tímabilinu mars til maí á þessu ári.  Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í sex ár. Þetta kemur fram i nýjum tölum vinnumálayfirvalda þar í landi sem BBC greindi frá í dag.

Nú eru 2,12 milljónir manna atvinnulausir í Bretlandi og mælist atvinnuleysi því 6,5%.Samkvæmt nýju tölunum mælist atvinnuþátttaka í Bretlandi 73,1%.

Meðallaun einstaklinga hækkuðu ekki mikið á tímabilinu en laun voru einungis 0,3% hærri að meðaltali en fyrir ári síðan. Raunar hafa meðallaun ekki hækkað minna á einum ársfjórðungi síðan 2001.