Spænska hagkerfið á við gríðarlegan vanda að etja, að sögn utanríkisráðherra SPánar, Jose Manuel Garcia-Margallo. Í frétt Reuters kemur fram að atvinnuleysi á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 24% á Spáni og hefur ekki verið meira í tæpa tvo mánuði. Þá dróst smásala saman tuttugasta og fyrsta mánuðinn í röð, sem er merki um að samdrátturinn heldur áfram að hafa áhrif á einkaneyslu. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn spænska ríkisins í gær og vísaði m.a. til veikrar stöðu spænskra banka í rökstuðningi sínum.

Fjármálamarkaðir tóku þessum fréttum illa og hækkaði ávöxtunarkrafa á tíu ára ítölsk ríkisskuldabréf í kjölfarið. Í 5,95 milljarða evra útboði, sem fram fór í dag, nam ávöxtunarkrafan 5,84% og hefur ekki verið hærri síðan í janúar. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi hjá Rabobank að niðurstaðan í útboðinu vekji spurningar um það hversu lengi ítalska ríkið getur haldið áfram að fjármagna sig með svo kostnaðarsömum hætti.