Atvinnuleysi á Spáni mælist nú 21,2% og er meðal því hæsta sem gerist á Vesturlöndum. Þetta er þó töluverð lækkun frá fyrra ári en þá mældist atvinnuleysi 23,7%. Financial Times greinir frá.

Þetta er talinn vera mikill sigur fyrir forsætisráðherran Mariano Rajoy en kosningar eru eftir einungis tvo mánuði. Þegar Rajoy tók við embætti var atvinnuleysið 22,6%, atvinnuleysi jókst í upphaf kjörtímabilsins en hefur síðan þá farið lækkandi.

Rajoy hefur líst því yfir að hann sé mjög ánægður með góðar atvinnuhorfur, en þetta er í fyrsta skipti síðan 2011 sem færri en 5 milljónir eru á atvinnuleysisskrá. Ástæður lækkandi atvinnuleysis eru taldar vera óvenju gott ferðamannatímabil og aukinn efnahagsbati.