Hlutfallslega eru atvinnulausir á aldrinum 16-24 ára á Íslandi nærri fjórum sinnum fleiri en þeir sem eru atvinnulausir á aldrinum 25-54 ára. Í heiminum hefur atvinnuleysi einstaklinga á aldrinum 16-24 ára aukist griðarlega á síðustu þremur árum. Þannig jókst atvinnuleysi ungra í ríkari löndum OECD úr 4,9% í 18,4% á tímabilinu 2007-2009. Á öðrum ársfjórðungi í ár var hlutfallið orðið 19,6%.

Tímaritið The Economist birtir á heimasíðu sinni graf þar sem borið er saman hlutfall ungra atvinnulausra (16-24 ára) og eldri atvinnulausra (25-54 ára) á öðrum ársfjórðungi 2010.

Líkt og sést á grafinu er atvinnuleysi meðal yngsta hópsins hæst á Spáni, eða 42%. Þar er atvinnuleysi einstaklinga á aldrinum 25-54 ára um 18%.

Ungir atvinnulausir á Íslandi eru rúmlega 22% samkvæmt tölum OECD og The Economist styðjast við. Atvinnuleysi í aldursflokknum 25-54 er hinsvegar um 6%, líkt og lesa má úr grafinu.