Erlendum ríkisborgurum á atvinnuleysisskrá hérlendis fjölgaði um áttatíu í október en í lok mánaðarins voru þeir orðnir 1.924 samanborið við 1.844 í lok september.

Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um ástandið á vinnumarkaði í október. Því virðist sem atvinnuleysi á meðal erlendra íbúa landsins aukist hraðar en atvinnuleysi á meðal Íslendinga.

Fyrir ári voru 2.147 útlendingar á atvinnuleysisskrá. Sem fyrr eru fleiri karlar á meðal atvinnulausra útlendinga, 1.059 á móti 865 konum.

Hlutfallslega fjölgar konum þó meira en körlum í október.

Þá er mikill meirihluti atvinnulausra á höfuðborgarsvæðinu, 1.431 samanborið við 1.493 á landsbyggðinni.

Háþrýstiþvottur
Háþrýstiþvottur
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)