Að jafnaði voru 202,200 á aldrinum 16 til 74 ára á vinnumarkaði í júnímánuði sem jafngildir 86,6% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 196.400 starfandi og 5.800 án vinnu og í atvinnuleit. Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands .

Hlutfall starfandi af mannfjölda var 84,1% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,9%. Samanburður mælinga fyrir júní 2014 og 2015 sýnir að atvinnuþátttaka jókst um 1,3 prósentustig og hlutfall starfandi fólks af mannfjölda jókst um 2,7 stig.

Í frétt Hagstofunnar kemur fram að leita þurfi aftur til júní 2008 til að finna hærra hlutfall starfandi fólks.  Atvinnulausum fækkaði nokkuð milli ára eða um 3.200 manns og hlutfall atvinnuleysis er lægra sem nemur 1,7 prósentustigum.