Alls voru 194.200 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í febrúar sl. Það jafngildir 82,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 188.300 starfandi og 5.900 án vinnu og í atvinnuleit, en það jafngildir 3,1% atvinnuleysi.

Samanburður milli ára í febrúar sýnir að það fjölgaði í vinnuaflinu um 7.300 manns, atvinnuþátttakan jókst því um 1,5 prósentustig.