Að jafnaði voru 187.300 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í nóvember 2014 sem jafngildir 80,9% atvinnuþátttöku. Þetta kemur fram í niðurstöðum af Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands .

Af þeim voru 171.500 starfandi og 5.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,4% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3,1%.

Samanburður mælinga í nóvember 2013 og 2014 sýnir að bæði atvinnuþátttaka og hlutfalls starfandi fólks jókst samhliða því að dregið hefur úr atvinnuleysi. Atvinnuþátttakan jókst um 1,2 prósentustig, hlutfall starfandi jókst um 2,1 stig og hlutfall atvinnulausra minnkaði um 1,1 stig.

Leita þarf aftur til október 2008 til þess að finna lægra hlutfall atvinnuleysis en í þessari mælingu, en þá mældist atvinnuleysi 2,4%.