Hlutfall starfandi af mannfjölda var 76,6% í desember síðastliðnum og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,2%. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands .

Að jafnaði voru 183.700 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í mánuðinum sem jafngildir 80% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 175.800 starfandi og 7.900 án vinnu og í atvinnuleit.

Samanburður mælinga í desember 2013 og 2014 sýnir að vinnuaflið minnkaði um 1.400 manns og minnkaði atvinnuþátttakan því um 0,8%. Fjöldi starfandi minnkaði um 1.100 og hlutfallið um 0,7 stig.

Atvinnulausum fækkaði um 300 manns og hlutfall þeirra minnkaði um 0,1 stig.