Að jafnaði voru 186.400 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í janúar 2015, sem jafngildir 80,3% atvinnuþátttöku. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands .

Af þeim voru 178.200 starfandi og 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 76,8% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,4%.

Samanburður mælinga í janúar 2014 og 2015 sýnir að þátttaka fólks á vinnumarkaði jókst um eitt prósentustig og fjölgun vinnuaflsins var um 5.000 manns. Starfandi fólki fjölgaði um 9.200 manns og hlutfallið jókst um þrjú prósentustig.

Atvinnulausum fækkaði um 4.300 manns á milli ára og hlutfall atvinnuleysis minnkaði um 2,5 stig.