Að jafnaði voru 189.300 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í október, sem jafngildir 81,9% atvinnuþátttöku, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands .

Af þeim voru 179.800 starfandi og 9.500 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 77,8% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 5%.

Samanburður mælinga í október 2013 og 2014 sýnir litlar breytingar hvort sem litið er til atvinnuþátttöku, hlutfalls starfandi fólks eða atvinnuleysis. Atvinnuþátttaka og hlutfall starfandi jókst um 0,3 prósentustig en hlutfall atvinnulausra var óbreytt.