Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í júní 2012 að jafnaði 192.500 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 182.400 starfandi og 10.100 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 85,8%, hlutfall starfandi 81,3% og atvinnuleysi var 5,2%. Atvinnuleysi hefur aukist um 0,6 prósentustig frá því í júní 2011 en þá var atvinnuleysi 4,7%.

Þar kemur fram að á öðrum ársfjórðungi 2012 mældist atvinnuþátttaka 82,8% að jafnaði. Hlutfall starfandi var 76,9% og atvinnuleysi 7,2%. Starfandi fjölgaði um 2.200 manns og atvinnulausum fækkaði um 2.500 frá öðrum ársfjórðungi 2011.