Atvinnuleysið í nóvember var 4,2%, samkvæmt niðurstöðum Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.

Að jafnaði voru 182.600 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 175.000 starfandi og 7.700 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 79,9%, hlutfall starfandi 76,5% og atvinnuleysi var 4,2%.

Samanburður nóvember 2012 og 2013 sýnir að atvinnuþátttaka hefur aukist nokkuð á milli ára eða um 2,7 prósentustig, hlutfall starfandi jókst um 2,6 prósentustig og hlutfall atvinnulausra nánast það sama.