Í dag tilkynnti Mario Draghi, seðlabankistjóri evrulandanna, að samkomulag hafi náðst um skuldamál Grikklands. Vond tíðindi skyggðu á gleðina.

Gríska hagstofan birti í dag atvinnuleysistölur vegna nóvember. Atvinnulausum fjölgaði gríðarlega milli mánaða. Atvinnuleysið mældist 20,9% í nóvember en var 18,2% í október. Til samanburðar mældist atvinnuleysið 14,8% í lok árs 2009.

Fánar Grikklands og Evrópu blakta saman í Aþenu.
Fánar Grikklands og Evrópu blakta saman í Aþenu.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)