Þeim sem nýlega hafa misst atvinnu fjölgaði í Bandaríkjunum í síðustu viku samkvæmt tölum um umsóknir um atvinnuleysisbætur. Fjöldi þeirra sem þáðu bætur fór upp í 324 þúsund og jókst um tíu þúsund frá vikunni þar undan og hefur ekki verið hærri í tvo mánuði. Ekki hafði verið búist við þessari fjölgun. Þrátt fyrir að dregið hafi úr vexti hagkerfisins undanfarin misseri hefur það ekki enn haft mikil áhrif á atvinnumarkaðinn.