Nýjum atvinnuleysisbótaþegum í Bandaríkjunum fækkaði í síðustu viku um tvö þúsund, niður í 301 þúsund manns. Greiningaraðilar á Wall Street höfðu að meðaltali spáð því að nýjum umsóknum um atvinnuleysisbætur myndi þvert á móti fjölga um níu þúsund í vikunni. Þessar nýju tölur frá vinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna gefa til kynna að vinnumarkaðurinn þar í landi sé enn öflugur.