Umsækjendum atvinnuleysisbóta í Bandaríkjunum fjölgaði nokkuð í síðustu viku þegar 27 þúsund manns bættust í hóp þeirra.

Þannig sóttu um 542 þúsund manns um atvinnuleysisbætur í síðustu viku en að sögn Reuters hafa ekki fleiri bæst í hóp þeirra sem sækja um bætur í 16 ár.

Greiningaraðilar á vegum Reuters höfðu gert ráð fyrir því að um bótaumsóknum myndi fjölga um 505 þúsund þannig að tölurnar nú eru nokkuð umfram væntingar.

Alls eru rúmar 4 milljónir manna á atvinnuleysisbótum í Bandaríkjunum í dag.