Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að viðbótartryggingagjaldið sem atvinnulífið greiðir enn til ríkisins nemi að líkindum um 20 milljörðum króna á hverju ári. Greint er frá þessu í Viðskiptamogganum .

Tryggingagjald hefur ekki lækkað til samræmis við minnkandi atvinnuleysi. Ásdís segir þetta vera viðbótarskattlagningu á atvinnulífið miðað við stöðuna sem er á vinnumarkaði.

Tekjur ríkissjóðs vegna tryggingagjalda hafa aukist um 49% frá árinu 2008. Þá námu tekjurnar 53 milljörðum króna til samanburðar við 79 miljjarðra króna áætlun á þessu ári.

Atvinnuleysi hefur aftur á móti minnkað mikið frá árinu 2009 þegar það mældist 8%. Nú er skráð atvinnuleysi nálægt 3%.