Samkvæmt nýjum tölum urðu til 156.000 störf í Bandaríkjunum í september. Tölurnar voru einnig uppfærðar fyrir ágústmánuð, en þá bættust við 167.000 störf. Þróunin er aftur á móti undir væntingum, enda hafa að meðaltali 180.000 störf á mánuði á þessu ári í Bandaríkjunum.

Atvinnuleysi stendur nú í 5% og hefur hækkað úr 4,9%. Stöðuna má þó rekja til þeirrar staðreyndar að að fleiri einstaklingar séu að leita sér að betri störfum. Atvinnusköpun hefur ekki verið jafn góð í ár og árið 2015, þegar meðaltalið stóð í 229.000 sköpuðum störfum á mánuði.

Aðilar á markaði hafa spáð því um nokkuð skeið að seðlabanki Bandaríkjanna hækki stýrivexti í desember. Aftur á móti telja aðilar á markaði það líklegt að vaxtahækkanir peningastefnunefndarinnar muni frestast um lengra bil.