Atvinnustig hækkaði um 0,3% í löndum Evrópusambandsins á þriðja ársfjórðungi samkvæmt tölum hagstofu Evrópu. Í Vegvísi Landsbankans segir að hækkunin frá sama tíma í fyrra nemi 1,7

Samkvæmt því sem segir í Vegvísinum hækkaði atvinnustig í Bretlandi um 0,1% á þriðja ársfjórðungi. Ekki hafa færri verið skráðir atvinnulausir í landinu frá því í júní 1975. Fjöldi atvinnulausra hefur nú lækkað 14 mánuði í röð samkvæmt upplýsingum hagstofu Bretlands.