Bandarískur vinnumarkaður heldur áfram að batna ef marka má nýjustu tölur um atvinnuþátttöku þar á landi. Um 295.000 ný störf urðu til í febrúar en um 266.000 ný störf hafa orðið til hvern mánuð að meðaltali síðastliðna tólf mánuði í Bandaríkjunum.

Atvinnuleysi féll úr 5,7 prósentustigum niður í 5,5 prósent og hefur ekki verið lægra síðan í maí árið 2008. Mest var ráðið í störf í þjónustugeiranum, heilbrigðisgeiranum og í byggingargeiranum á meðan lækkandi olíuverð fækkaði störfum við olíuvinnslu.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times .