Atvinnuþáttaka Bandaríkjamanna jókst svo um munar í október. Atvinnuleysi dróst saman í 5% eftir að 271 þúsund ný störf sköpuðust í mánuðinum. Er það mesta aukning ársins hingað til.

Í september urðu til 137 þúsund ný störf vestanhafs, og áætlað hafði verið að októbermánuður bæri með sér atvinnutækifæri fyrir 185 þúsund, svo raunstaðan fór langt fram úr væntingum.

Framleiðsluspenna er að færast í aukana, en tala Bandaríkjamanna sem vinna hlutastarf vegna slælegrar hagstöðu er orðin 5.7 milljónir, sem er það lægsta síðan júní 2008.