Atvinnuþátttaka eykst og atvinnuleysi minnkar með aukinni menntun. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Þannig voru 94,2% þeirra sem höfðu háskólamenntun í aldurshópnum 25–64 ára á vinnumarkaði árið 2014; 90,2% íbúa með framhaldsmenntun og 80,4% þeirra sem höfðu eingöngu lokið grunnmenntun. Atvinnuleysi var 3,6% meðal háskólamenntaðra sama ár, 4,0% meðal fólks með menntun á framhaldsskólastigi og 4,7% meðal þeirra sem höfðu lokið grunnmenntun.

Háskólamenntaðir  25–64 ára íbúar á Íslandi voru á árinu 2014 í fyrsta skipti fleiri heldur en þeir sem hafa einungis lokið menntun á framhaldsskólastigi. Háskólamenntaðir í aldursflokknum eru 60.800, eða 37% íbúa á Íslandi. Þá hafa 59.300 lokið framhaldsskólamenntun og 43.900 manns í þessum aldurshópi hafa eingögnu loið grunnmenntun, eða 26,7% íbúa.