Atvinnuþátttaka á Íslandi hefur alltaf verið langt umfram það sem almennt gerist meðal OECD landanna, en á það sérstaklega við um atvinnuþátttöku kvenna.

Var hún hér að meðaltali 79,3% samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar árið 2015 sem er það hæsta sem hefur mælst.

Meðal karla mælist atvinnuþátttakan 85,7% sem er nokkuð undir því hæsta sem náðst hefur. Frá 2010 til 2015 fjölgaði starfandi konum um 7.200 manns en starfandi körlum fjölgaði um 9.100.

Þetta kemur fram í markaðspunktum greiningadeildar Arion banka.