Áfengis- og tóbaksverslun ríksins (ÁTVR) bauð starfsfólki sínu nýlega upp á skemmtun til þess að fagna því að fyrirtæki fékk hæstu einkunn allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að árangrinum hafi verið náð „þrátt fyrir frumvarp sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi og hefur óneitanlega valdið mörgu starfsfólki hugarangri“.

Starfsfólkinu var boðið upp á að skipuleggja sameiginlegan viðburð fyrir sína starfsstöð. Flestir hafi ákveðið að borða saman, en einnig hafi verið skipulagðar ferðir í leikhús, bíó og keilu. Kostnaður ÁTVR vegna þessa nam í heildina 1.200 til 1.400 þúsund krónum.