Ríkið gaf starfsmönnum ríkisins 63,5 milljónir króna af skattfé á síðasta ári. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að embætti Rík­is­skatt­stjóra notaði í fyrra 10,1 millj­ón króna í gjaf­ir, eða sem sem nem­ur 37 þúsund krón­um á hvern starfs­mann. Til viðbótar fengu starfsmenn Áfengis- og tób­aksversl­unar rík­is­ins í ár sum­ar­gjöf, gönguskó og flíspeysu, sem kostaði 36 þúsund krón­ur. Kostnaður ÁTVR vegna þessa nam 13,5 milljónum króna.

Skafti Harðar­son, formaður Sam­taka skatt­greiðenda, seg­ir í samtali við Morgunblaðið að rík­is­stofn­an­ir verði að gæta hófs við gjafa­út­hlut­an­ir.

„Þetta er frá­leitt. Ekk­ert er óeðli­legt við það að rík­is­stofn­an­ir gefi starfs­mönn­um sín­um ein­hverj­ar minni­hátt­ar gjaf­ir í til­efni jóla, en það þarf að gæta hófs í gjafa­út­hlut­un­um. Mér finnst þetta vera sér­kenni­leg nálg­un á ráðstöf­un al­manna­fjár,“ segir hann.