*

föstudagur, 17. september 2021
Innlent 16. júlí 2021 09:34

ÁTVR kærir Arnar og Sante

ÁTVR hefur kært Arnar Sigurðsson, eiganda Santewines, fyrir skattasvik og fer fram á áfengisinnflutningsleyfi fyrirtækisins verði ekki endurnýjað.

Ritstjórn
Arnar Sigurðsson, eigandi Santewines og Sante.
Haraldur Guðjónsson

ÁTVR hefur kært Arnar Sigurðsson og tvö fyrirtæki í hans eigu, Sante SAS og Santewines ehf., til lögreglu fyrir skattsvik. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í morgun. 

Sjá einnig: ÁTVR kærir brotin til sýslumanns

ÁTVR fullyrðir að franska fyrirtækið Sante SAS sé ekki með skráð virðisaukaskattsnúmer en hafi samt sem áður rukkað 11% virðisaukaskatt af seldum vörum. Í kærunni segir að virðisaukaskattsvik fyrirtækisins nemi „verulegum fjárhæðum“.

Kæran kallar eftir því að leyfi Santewines til innflutnings á áfengi verði ekki endurnýjað. Núverandi leyfi rennur út í desember á þessu ári. Einnig er kallað eftir því að Arnar og starfsemi fyrirtækja hans verði rannsökuð. Þar að auki fer ÁTVR fram á að Arnari verði refsað fyrir brotin og hann sektaður eða látinn sæta fangelsisvist. 

Stikkorð: ÁTVR Sante