Alls seldust 1,2 milljónir lítra af áfengi hjá ÁTVR í mars nýliðnum. Mest seldist af bjór, um ein milljón lítra. Þá seldust um 124 þúsund lítrar af rauðvíni og 77 þúsund lítrar af hvítvíni. Þegar sölutölur áfengis í mars í fyrra eru bornar saman við sölutölurnar nú, kemur í ljós að páskarnir vega þungt í sölu.

Dagana 27. til 31. mars í fyrra seldust um 441 þúsund lítrar en 109 þúsund lítrar nú. Þetta skýrist öðru fremur af miklum innkaupum fyrir páskana í fyrra, sem eru ekki fyrr en 21. til 26. apríl á þessu ári.