Rekstur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins stendur ekki undir sér og hefur ÁTVR reynt að ná fram rekstrarhagræðingu með því að breyta fyrirkomulagi á dreifingu tóbaks í heildsölu.

Greiningarfyrirtækið CleverData vann skýrslu um rekstur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til að gefa skýrari mynd af rekstri ÁTVR út frá kostnaðargreiningu og yfirliti opinberra upplýsinga.

Fram kemur í tilkynningu að niðurstöður Clever Data leiða í ljós að ekki eiginlegur hagnaður af starfsemi ÁTVR á föstu verðlagi 2014. Tekjur af áfengis- og tóbaksgjöldum hafa lækkað yfir tíma þó svo sala áfengis í lítrum talið hafi aukist. Fram til ársins 2002 var ekki vísað í arðgreiðslur ÁTVR til ríkissjóðs enda er arðurinn í raun falin skattlagning. Líkur eru á því að afnám einkasölu ríkisins á áfengi myndi ekki leiða af sér tap heldur hagnað.

Meginásæður þess að ÁTVR skilar í raun ekki hagnaði er að vínbúðum á landsbyggðinni hefur fjölgar verulega frá 1999, en um er að ræða 300% aukningu frá 1986. Þetta felur í sér aukinn rekstrarkostnað sem sala áfengis og tóbaks stendur ekki undir. Auk þess hefur ársverkum fjölgað samfara fjölgun vínbúða og hafa rekstrartekjur á hvert ársverk dregist saman.

Að auki má benda á að langtum meiri rekstrarhagnaður er af sölu tóbaks en áfengis, enda er tóbaki einungis dreift í heildsölu. ÁTVR hefur reynt að ná fram rekstrarhagræðingu með því að breyta fyrirkomulagi á dreifingu tóbaks í heildsölu.